Ævintýrin leynast allt í kringum Héraðsskólann á Laugarvatni.

Það skiptir ekki máli hvaða tíma ársins þú kíkir í heimsókn. Hérna getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi allan ársins hring. Gufuböðin í Fontana Spa, gönguferðir í þjóðgarðinum, heimsókn í Friðheima eða í Efstadal. Það er margt skemmtilegt og spennandi að gerast í uppsveitum.

Ef þú ert til í meiri spennu þá mælum við með að þú hafir samband og leyfir okkur að bóka þig í eitthvað af þeim skemmtilegu ævintýraferðum sem í boði eru hérna í grenndini.

Call us:
+354 537 8060
OR

Afþreying

Sjáðu hvað er í boði hjá okkur

Horseback riding tour
Hestaferðir
diving tour in Silfra
Köfun/snorkl í Silfru
Glacier snowcat tour
Snjósleðaferðir á jökulinn

Gullni Hringurinn

Gullni Hringurinn hefur verið vinsælasta ferðaleið íslendinga í áraraðir. Þingvellir, Gullfoss og Geysir hafa alltaf vermt þjóðarhjartað og gefið lífinu gildi. Það er svo margt búið að bætast í fallega hringinn sem gerir hann innihaldsríkari og bragðmeiri.

CHECK DETAILS
Thingvellir National Park
Þingvellir

Á Þingvöllum finnum við hjartað slá ögn hraðar. Það er eitthvað alveg þræl magnað sem finnst í jörðinni á Þingvöllum sem hleður okkur landsbúa góðri orku sem fylgir okkur inn í lífið.

Hvort sem um ræðir sumar, vor, haust eða vetur - það er alltaf fallegt á Þingvöllum.

Hingað mættu forfeður okkar til að sýna sig og sjá aðra. Hérna voru lögin sköpuð og stefna sett fyrir framtíðina. 

Gullfoss (Golden Falls)
Gullfoss

Gullfoss er án efa einn fallegasti foss jarðarinnar. Við förum reglulega og heimsækjum fossinn, göngum inn að honum og gleymum okkur í smá tíma innan um niðinn og kraftinn. 

Gullfoss hjálpar okkur að komast í snertingu við lífið og sýnir okkur hversu öflug Móðir Jörð er í raun og veru. Yndislegur foss í alla staði.

Geysir
Geysir

Það er svo margt hægt að gera sér til gamans á svæðinu umhverfis Geysi. Haukadalurinn er sannkölluð fjölskylduperla. Uppbygging á svæðinu hefur verið til fyrirmyndar og það er ekki að ástæðulausu að ferðamönnum líður vel þar.

Geothermal Baths
Jarðböðin á Laugarvatni

Gamla gufan á Laugarvatni hefur fengið ótrúlega skemmtilega andlitslyftingu. Í dag gengur hún undir nafninu Fontana Spa. 

Það er fátt betra en að leggjast í heitu laugarnar eftir góðan sundsprett í Laugarvatni. Gufuböðin eru fjögur talsins - þurrgufa fyrir þá sem vilja keyra á kerfið á eigin forsendum og þrjár gufur sem staðsettar eru fyrir ofan hverinn gamla.

Yndislegt í alla staði.