Laugarvatn er auðfundið í uppsveitum Bláskógabyggðar

Laugarvatn liggur fallega undir Laugarvatnsfjalli á einum fallegasta stað Íslands. Menntun, heilsa, saga og náttúra leika hér saman leik þar sem öllum er boðið að taka þátt.

Frá Laugarvatni ertu ekki nema 30 mínútur að keyra að Gullfossi og Geysi, Þingvöllum, Reykholti og Laugarási, Selfossi og fleiri perla Suðurlands.

Norðurljós, heitu böðin, náttúran, maturinn, golfið, veiðarnar og hjólreiðarnar - hingað ættir þú að kíkja ef þú vilt hverfa aðeins frá daglegu amstri borgarinnar.

Call us:
+354 537 8060
OR

Vegvísir

Þú ratar einfaldlega til okkar

Reykjavik
Frá Reykjavík (60 mínútur)

Við mælum með að gestir okkar taki rúnt í gegnum Þingvelli á leið sinni hingað. Það tekur ekki nema klukkutíma að koma hingað ef sú leið er valin.

Endalaus fegurð og mikil saga á leiðinni.

Sjáumst hress í kærleika og frið !

Leifur Eiríksson
Frá Leifsstöð ( 90 mínútur )

Fyrir þá sem eru á leið hingað frá flugvellinum, þá mælum við með að fólk keyri suðurstrandarveginn sem leiðir þá inn á Selfoss. Þaðan er ekki nema 25 mínútna keyrsla í gegnum Grímsnesið inn að Laugarvatni.

Við tökum á móti ykkur hingað í kærleika og frið

Staðsetning

Laugarvatn er í hjarta Gullna Hringsins