Hjá okkur finnur þú gistingu við þitt hæfi

Héraðsskólinn býður upp á alls konar gistimöguleika. Einstaklingar, pör og hópar geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur í sveitasælunni á Laugarvatni.

Við bjóðum upp á einstaklings - og tveggja manna herbergi með sérbaði og/eða sameiginlegum baðrýmum. Fjölskylduherbergi fyrir allt að sex manns finnast svo á öllum hæðum Héraðsskólans.

Ef þú ert að ferðast með hóp þá bjóðum við einnig upp á hópaherbergi sem rúma allt að 14 manns í einu - sannkölluð kojustemning.

Allir eru velkomnir í Héraðsskólann á Laugarvatni

Call us:
+354 537 8060
OR

Herbergin

Sjáðu hvað við höfum upp á að bjóða

Hópherbergi
Hópherbergi

Hópherbergin okkar eru björt og skemmtileg. Við bjóðum upp á lúxus dýnur frá DORMA í öllum kojunum okkar þannig að það ætti að fara vel um alla.

Sængur og handklæði fylgja öllum rúmum. 

 

Einkaherbergi
Einkaherbergi

Fyrir þá sem vilja njóta sín í friði þá bjóðum við upp á einstaklings- og tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum. Herbergin hafa öll einstaklega fallegt útsýni.

Í Héraðsskólanum getur þú valið á milli einkaherbergja með sér baðrými eða einkaherbergja með sameiginlegum baðherbergjum. 

Það þarf ekki að taka það fram en öllum herbergjum fylgir mikill kærleikur og friður.

Fjölskylduherbergi
Fjölskylduherbergi

Fjölskylduherbergin okkar hýsa allt að sex manns í einu. Þú getur valið á milli hæða Héraðsskólans og jafnvel fengið herbergi með útsýni í allar áttir. 

Fjölskylduherbergin eru einnig mjög hentug fyrir minni hópa sem vilja deila nóttinni saman á Laugarvatni.

Group Accommodation
Einstaklingsherbergi

Einstaklingsherbergin í Héraðsskólanum eru fyllt með góðum anda, hreinum rúmfötum og góðu rúmi. Það eru bækur og gott internet samband á öllum herbergjum Héraðsskólans þannig að enginn ætti að láta sér leiðast áður en í háttinn er farið á Laugarvatni.

Staðsetning

Laugarvatn er einungis í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík - sannarlega hjartað í Gullna hringnum