fbpx

Upplifðu kyrrðina á Laugarvatni

Það er alltaf gott að komast í snertingu við náttúruna og kyrrðina.

Gamli Héraðsskólinn býður allar tegundir hópa velkomna. Hér er hægt að stunda jóga, hvataferðir, brúðkaup og alls konar skemmtilegar hópaferðir.

Við bjóðum hópa og fyrirtæki velkomin á Laugarvatn.

Á Laugarvatni er öll aðstaða til fyrirmyndar fyrir gesti okkar. Gönguferðir, heitu böðin, veitingastaðirnir, náttúran og menningin – hér geta fyrirtæki og hópar þjappað sér saman í þægilegu umhverfi og valið sér alls konar afþreyingu og slökun.

Héraðsskólinn tengir þig við umheiminn á Laugarvatni og starfar þannig með fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum í næsta nágrenni með það að leiðarljósi að gera dvöl hópa og fyrirtækja sem heimsækja Laugarvatn sem þægilegasta.

Hluti af sögunni

Héraðsskólinn hefur verið hluti af íslenskri sögu frá því að hann var byggður.

Héraðsskólinn á Laugarvatni var stofnaður 1.nóvember 1928 og starfaði á ýmsum sviðum allt fram til ársins 1996. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem tókst á ótrúlegan hátt að koma góðum anda í teikningar sínar.

Jónas frá Hriflu stóð fyrir byggingu Héraðsskólans á Laugarvatni. Eftir mikla pólitík og vangaveltur um hvar skólinn ætti að rísa barði Jónas í borðið og sagði: „Nú skulum við fara eftir ráðleggingum arkitektsins“ og vísaði þar í orð Guðjóns um að hvergi finndist fallegri staður og betri fyrir Héraðsskóla en á Laugarvatni.

Halldór Laxness eyddi mörgum stundum í gamla Héraðsskólanum sem var rekið sem hótel á sumrin. Hérna kynntist hann Auði, eiginkonu sinni, sem vann hérna sem þerna.

Halldór barði á ritvélina sína hérna sumrin í kringum 1930 og má því gera ráð fyrir að hluti sögunnar Sjálfstætt fólk hafi verið rituð hérna.

Þeir sem vilja finna kraft Halldórs geta sest niður í Héraðsskólanum í dag og slegið nokkur slög á ritvélina hans. Hún er ekki eins þægileg og iPad græjan, en hún virkar þó enn fullkomlega.

Hafðu samband og við hjálpum þér að skapa minningar

Fylltu út formið hér fyrir neðan eða sendu okkur línu á booking@heradsskolinn.is

    Back to top